Skilmálar

Skilmálar BisMagg.is

Með staðfestingu á pöntun á www.bismagg.is samþykkja viðskiptavinir eftirfarandi viðskiptaskilmála:

Almennt.

Vörur eru sendar af stað sama dag eða í síðasta lagi næsta virka dag eftir að pöntun berst. Ef varan er ekki til á lager þá látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.
Öll verð í netversluninni eru með virðistaukaskatti. Fyrirvari er gerður um hugsanlegar villur og áskiljum við okkur rétt til breytinga. Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.
Skilaréttur og skilafrestur.
Viðskiptavinir hafa rétt á að skila vörum allt að 14 dögum eftir staðfestingu pöntunar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Varan sé í lagi, ósködduð og í söluhæfu ástandi.
  • Allar umbúðir og fylgimunir vörunnar (ef við á) fylgi í skilunum, varan sé óskemmd og í söluhæfu ástandi.

Starfsmenn BisMagg.is munu meta skilavöru. BisMagg.is áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef vara uppfyllir ekki ofangreind skilyrði. Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutningur til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.

Ábyrgðarskilmálar.

Framvísa þarf reikningi og hafa í höndum upprunalegar umbúðir og alla fylgihluti þegar komið er með bilaða/gallaða vöru og þegar óskað er eftir að fá vöru skipt.
Tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi gildir um vöruna, með þeim takmörkunum sem tilgreindar eru hér að neðan.
Ábyrgðin veitir ekki rétt til að krefjast nýrrar vöru í stað þeirrar biluðu.
Tveggja ára ábyrgð gildir ekki við kaup á rafhlöðum og þeim vörum sem eðlilega hafa skamman endingartíma.
Ábyrgðin tekur aðeins til verksmiðjugalla sem sannanlega koma fram í vörunni á ábyrgðartímanum. Ábyrgðin felur ekki í sér rétt kaupanda til þess að fá endurgreiddan viðgerðarkostnað sem stafar af rangri notkun eða slæmri meðferð, raka- eða höggskemmdum, rangri uppsetningu, slælegu viðhaldi, slysni eða óhöppum, náttúruhamförum o.s.frv